Analogue Joe
..::LífiðMúsíkinÁstinÁstríðanMaturogVín::.. You name it ive got it
miðvikudagur, janúar 25, 2006
mánudagur, janúar 16, 2006
Blaut tuska

Það var eins og ég hafi verið sleginn með blautri tusku um daginn. Þannig er mál með vexti að ég get því miður ekki útskrifast í vor vegna þess að valið mitt er allt í rugli. Svona er þetta þegar maður er að svissa svona oft um brautir. En hvað með það. Ég er búinn að sætta mig við að vera aðeins lengur í FS. Ég hef tekið þá ákvörðun fyrst að það verður minna að gera hjá mér í skólanum að hella mér út í tónlistina og endurvekja Digital Joe eftir áralangann svefn. Jebb, markmiðið er að gera geðveika tónlist og gefa svo út plötu næsta sumar. Svo að sjálfsögðu höldum við ótrauðir áfram í Tommygun og semjum af okkur rassgötin og plata tilbúinn einhverntímann á þessu ári. Viva la musíka........
Kamilla stórhumar farinn aftur til Árhúsa. Ég á eftir að sakna þín. Skál fyrir þér
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Birtan og Músíkin
Er það ekki yndislegt að dagurinn sé að lengjast á ný? Hell yeee... gefur lífinu lit og liftir manni upp úr holunni sem maður var kominn niður í.
Jæja þá er ég kominn með nýja plötu á fóninn. Þessi plata "Apologies to the queen Mary" með kanadíska bandinu Wolf Parade er hreint út sagt geggjuð!! Hún fær sömu einkunn og You forgot it in people með Broken social scene; 5/5 Hinn goðsagnakenndi Isaac Brock úr Modest Mouse tók þá drengina upp. Ég held hún sé tekin upp live og svo söngurinn og einhver aukahljóð döbbuð yfir eftir á eins Æla tók upp plötuna sína (sem kemur vonandi út bráðlega). Það gerir tónlistina svo lifandi og kraftmikla. Luv it. Check it & dig it.
föstudagur, janúar 06, 2006
Alvaran tekin við á nýju ári
Gleðilegt nýtt ár!! 2006 komið. Mér finnst eins og það hafi verið aldamót fyrir tveimur árum :) svona er nú brenglaða tímaskynið mitt.
Nú er ég byrjaður í skólanum og þetta verður hörku törn hjá mér. Ég ætla mér að útskrifast í maí með stúdentspróf á félagsfræðibraut. Ég verð í 8 áföngum, þannig að ég á örugglega eftir að sjást lítið á fyrri helming þessa árs.
Ég verð að segja ykkur sem lesið frá einni hljómsveit sem ég er ekki búinn að geta hætt að hlusta á. Þetta er band frá Toronto í Kanada (heimabær þeirra Danna Jones og Petru Pushkin) og eru þau eitthvað um eða yfir 10 manns. Þau heita "Broken Social Scene". Tjekkiði á þeim og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Mæli með þessari plötu: You forgot it in people.
adios

