Góðan og blessaðan
Já, ég hef ekki verið mikið í sambandi þessa dagana. Ég hef verið að byrja vinna klukkan 6:15 sem þýðir að ég þarf að fara á fætur klukkan tæplega 5. Jebb, það er ýmislegt lagt á sig fyrir gömlu góðu gufuna, sem er að mínu mati bara besta stöðin. Þættir eins og spegillinn, morgunvaktin, fimm fjórðu, litla flugan, víðsjá, samfélagið í nærmynd og að ógleymdu morgunleikfimin með Halldóru Björnsdóttur "...svo stígum við hátt upp á tábergið, þetta er gott, þetta er gott..." just gotta love it.
En það er eitt sem ég steingleymdi að skýra frá um daginn. Þannig er mál með vexti að annan daginn minn hérna kom Freyr Eyjólfs (fyrrverandi popplandari, nú Geymt en ekki gleymt) kom að mér og spurði mig hvort ég væri til í að spila á trommur með RÚV bandinu. Ég sló þessu bara upp í kæruleysi og skellti mér í bandið. Ein æfing og svo gigg næsta laugardag á árshátíð RÚV. Gerist ekki fljótari. Og heyrðu viti menn, þetta gekk eins og í sögu. Við slóum í gegn! Lög á borð við ryksugan á fullu og tequila. Rosalegt rosalegt.
Fyrir utan sögur úr vinnunni þá er nú eitthvað að gerast hjá mér. Til að mynda þá skellti ég mér á dEUS um daginn og holy craperony. Þeir voru magnaðir! Það var alveg stappað á Nasa og mjög góður fílingur. Ég hafði ekki hugmynd að þeir væru svona góðir live. Einnig var ég búinn að keyra nýju plötuna þeirra "Pocket Revolution" nokkrum sinnum og mér fannst hún vægast sagt ekki nógu góð. Alltof easy. Eftir fyrstu 7 lögin hugsaði maður með sér hvar er rokkið?!? En svo í lagi 8 fór eitthvað gerast. Kom að minnsta kosti almennilegt snerilsound hjá trommaranum. Tók teppið semsagt af snerlinum. En platan fær að mínu mati 3 af 5 mögulegum. En tónleikarnir fá hinsvegar 5 af 5 mögulegum.
Fréttir af Tommygun: Við ætlum að flytja stúdíóið uppá Gálgahæð (æfingarpleisið í Ghettovík) yfir páskana og taka upp eins mikið og við getum fyrir fyrstu plötuna!!! Er það ekki alveg hreint geggjað?
Im out Samfélagið í nærmynd er að fara í loftið
ps. Takk fyrir hamingjuóskirnar allir
luv & peace

4 Comments:
yaehhhh það er bara geðveikt og líka frábært fyrir ykkur að eyða páskunum í þetta. vissir þú að deus nafnið er komið frá sykurmolunum? þetta heyrði ég frá vinnu þinni sem er einn af mínum bestum vinum. ég er ekkert smá stolt af þér drengur.
Já ég heyrði það líka hjá Óla Palla. Helvíti kúl
Takk Rósa mín :)
Yo bro, ég var á næturvakt í vinnunni um daginn og tók morgunleikfimina á þetta með headsettið á hausnum, helvíti hressandi!
Hey nú er kallinn hinn nýji Paddys pop quiz meistari, nýt þess allavega í 2 vikur,, yes sir ;)
Heyrðu kallinn... þið voruð 5 og ekkert kjaftæði! þetta var svindl ég er búinn að kæra þetta fyrir aganefnd, titillinn verður tekinn af ykkur og þið verðið að skila bjórnum - Samstundis!
Skrifa ummæli
<< Home