Arg
Jæja.. ef tíminn er ekki núna til að innleiða rafmagns eða vetnisbíla hér á Íslandi þá veit ég ekki hvenær. Bensínlítrinn kostar nú 141,80 í sjálfafgreiðslu hjá Skeljungi og á sama stað er dísellítrinn á 149,60. Þetta er bara ekki mönnum bjóðandi lengur. Og þeir segja að þetta eigi eftir að hækka meira!!!
Svo eru einhverjir vitleysingar á vestfjörðum að hugsa um að byggja olíuhreinsunarstöð þar fyrir vestan. Mér finnst þetta vera hámark heimskunnar. Eftir 30-50 ár verða engir bensíndrifnir bílar á götunum. Hundruðir olíuskipa verða á ferð um vestfirði á hverju ári. Eitt olíuslys... fiskimiðin ónýt..

2 Comments:
heyr heyr heyr!!!
xxx
Anna Mae
heyr heyr heyr!!!
xxx
Anna Mae
Skrifa ummæli
<< Home