Jólin komin
GLEÐILEG JÓL
..::LífiðMúsíkinÁstinÁstríðanMaturogVín::.. You name it ive got it
Jæja. Nú hef ég tekið þá ákvörðun að spara djævið fyrir sérstök tilefni. Nú er það einungis íslenskan sem blívar á stafsæna jóa, svo þarf ég líka æfinguna vegna þeim aragrúa af ritgerðum sem þurfa að lýta dagsins ljós á næstu önn. Já vel á minnst, ég tók 7 próf fyrir jól og hampaði 15 einingum (reiknið sjálf). Nú er ég kominn með 116 einingar allt í allt og þarf þá 24 í viðbót til að öðlast inngöngu í háskóla og gleðina af því að bera svartann og hvítann hatt á höfðinu. Þannig að næsta önn verður nokkuð strembin, ef allt gengur upp verð ég stúdent í maí!!! Alheimsorkan verður að vera mér í hag. Ég ætla að slaka á í stúdíóinu og helst ekki að taka upp 2 plötur á meðan á skólanum stendur!! Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Talandi um stúdíóið þá voru Ælu-liðar að ljúka við upptökur á sinni fyrstu breiðskífu fyrir stuttu og einnig Fríða og Finnbjörn í Tabula Rasa. Frábærir talentar hér á ferðinni. Var frábært að vinna með þeim öllum og ég óska þeim til lukku með "barnið" sitt.