mánudagur, mars 17, 2008

Frjáls Tíbet

Nú er nóg komið af yfirgangi Kínverja á Tíbetum. Mótmæli og óeirðir ríkja nú í Lhasa höfuðborg Tíbets og margir hafa látið lífið. Kínversk yfirvöld hafa gefið út að 13 manns hafa fallið í valinn fyrir hendi "óeirðarseggja" en tíbetskir útlagar segja að allt að 80 tíbetar hafi verið drepnir af kínverskum hermönnum og yfir 70 særst. Enginn kemst inn né út úr landinu. Fjölmiðlar fá ekki að senda fréttir þaðan. Búið er að taka internet snúruna fyrir landið úr sambandi og einu fréttirnar sem koma þaðan eru frá Kína.
Í langann tíma hafa Kínverjar ráðið yfir Tíbet, en frá árinu 1959 hafa þeir hert takið á landinu. Þá var mikil uppreisn og Dalai Lama sendur í útlegð og tíbetska heimastjórnin lögð niður.

Mér finnst að íslensk yfirvöld ættu að gefa út stuðningsyfirlýsingu fyrir sjálfstæðisbaráttu Tíbeta. Ég held að við séum skildug til þess. Við vorum nú einu sinni undirokuð þjóð.

laugardagur, mars 08, 2008

Arg

Jæja.. ef tíminn er ekki núna til að innleiða rafmagns eða vetnisbíla hér á Íslandi þá veit ég ekki hvenær. Bensínlítrinn kostar nú 141,80 í sjálfafgreiðslu hjá Skeljungi og á sama stað er dísellítrinn á 149,60. Þetta er bara ekki mönnum bjóðandi lengur. Og þeir segja að þetta eigi eftir að hækka meira!!!
Svo eru einhverjir vitleysingar á vestfjörðum að hugsa um að byggja olíuhreinsunarstöð þar fyrir vestan. Mér finnst þetta vera hámark heimskunnar. Eftir 30-50 ár verða engir bensíndrifnir bílar á götunum. Hundruðir olíuskipa verða á ferð um vestfirði á hverju ári. Eitt olíuslys... fiskimiðin ónýt..