Ég elska vinnuna mína...og gleðilegt sumar

Þetta var nú meiri morguninn. Svakalegt action!
Þetta byrjaði nú rólega hjá mér. Fréttir og músík árla morguns sumardagsins fyrsta. En svo þegar 9 fréttir fóru í loftið byrjaði útvarpsþagnar apparatið að pípa á fullu. Ég vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið fyrr en ég athugaði hvort fréttirnar væru ekki alveg örugglega í loftinu á rás 2. Það var nefninlega grafarþögn á rás 2. Ég kallaði í gegn um kallkerfið á þann sem var í rás 2 stúdíóinu; ekkert svar. Hljóp yfir og kom að auðu stúdíói. "Hvað er í gangi" hugsaði ég. Setti playlistann í gang og hljóp aftur yfir í stúdíóið mitt. Svo byrjaði tækið aftur að pípa; endurtók sama leikinn. Hringdi í yfirmanninn og hann gaf mér númer hjá yfirdagsskrágerðarmanni rásar 2 og hún gaf mér annað númer hjá þeim sem átti að vera á vakt. Ég hringdi í Magnús og vakti hann af værum svefni. Í millitíðinni var ég alltaf að hlaupa yfir að setja nýtt lag á þangað til ég setti bara geisladisk í og lét hann flakka. Svo kom fréttastofan og þurfti tæknimann til að taka upp símaviðtal. Heyrðu, ég var eini tæknimaðurinn staddur í húsinu! Akkúrat á þeim tímapunkti var ég að senda út þátt í beinni (Laufskálinn). En sem betur fer er sá þáttur meira og minna spjall. Skokkaði yfir í annað stúdíó og tók upp viðtalið og hljóp svo aftur til mín til að setja lag í gang.
Hólí makkaróní......shiii
