Ah yeahhh,
ég er kominn heim eftir mjög vel heppnaða helgi!!! Þetta var alveg frábært, og líka mjög gaman að vinna á barnum. Ég var soldið kvíðinn fyrir það en þetta var bara hrein skemmtun. Frábært fólk í kring um mann og góða skapið og hamingjan skein úr öllum áttum.
Ég sá ekki næstum því allt sem mig langaði að sjá, en mest af því sem ég sá var alveg geggjað.
Highlights:
The International Noise Conspiracy
-náði reyndar bara síðustu 4 lögunum, en þessir Svíar vissu sko alveg hvað þeir voru að gera. Ekki var bara músíkin frábær heldur sviðsframkoman eins og ég hef aldrei séð hana. Á síðasta laginu fór söngvarinn af sviðinu og byrjaði að klifra upp á áhorfendurna. Svo þegar hann var kominn upp, s.s stóð á fólkinu og fólkið hélt undir fæturnar hans, kláraði hann lagið!! Ég tók mynd af viðburðinum en það er algjört svekkjelsi, það sést ekkert í söngvarann!!! Hér er allavega
MYNDIN.
Franz Ferdinand
-Hólý makkaróní. Þessir skotar eru ekkert smá góðir. Ég sast upp á hausinn í Jared og söng hástöfum með. Ég náði fullt af góðum myndum en einhverra hluta vegna endaði Ash, einn af gaurunum með myndavélina mína og ég með hans!! Þannig að ég fékk allar drullu lélegu myndirnar hans. Allavega hér er
ein og hér er
önnur.
Modest Mouse
-Það byrjaði ekki nógu vel. Einhver sound malfunction. Þannig að þeir byrjuðu ekki að spila fyrr en eftir að 15 mínútur voru liðnar af settinu. Spiluðu bara 5 lög. Fyrstu þrjú voru af nýju plötunni sem ég er ekkert búinn að heyra í nema Float on. Svo spiluðu þeir do the cockroach (meggggjað) svo enduðu þeir settið á Float on, frábært lag.
The Roots
-Alveg frábært sett hjá þeim. Gítarleikarinn ótrúlegur. Hann var að taka svona likk og syngja með, bíjútífull.
1/2 Rahzel & Mike Patton og 1/2 Supergrass
Rahzel og mike voru svakalegir. Ótrúlegt hvað er hægt að gera bara með röddinni (talandi um röddina, keypti mér Medúlla í gær, hólý sjittttt hvað þetta er flott. Björk fékk einmitt Rahzel og Pattoninn til liðs við sér í nokkrum af lögunum. Öll lögin á plötunni gerð með röddum, nema lag 11 sem inniheldur píanó). Já það var soldið fúllt að R&M og Supergrass voru ad spila á sama tíma en ég skipti þessu bara niður og sá seinni helminginn af Supergrass. Og rétt í því þegar ég labbaði inn í tjaldið byrjuðu þeir á uppáhalds laginu mínu, Moving!!! Ég gjörsamlega flippaði og söng hástöfum og eftir settið átti ég enga rödd eftir.
Svo sá ég 2 lög með Super Furry Animals og 10 mínútur af settinu með 2 many Dj's. Ég var lebbna akkúrat að vinna á þeim tíma og tók 20 mínútna pásuna mína þá. Morrissey, New york dolls (you know its right if it makes you feel good!!!), dogs die in hot cars, dj format, the darkness
Svo sá ég dáleiðingu á sviði og það var alveg svakalegt!!! Magni ég náði ekki að sjá Dillinger því ég var að vinna og Sveinn, Deus mættu síðan ekkert!!
Ég kynntist fullt af yndislegu fólki um helgina, þar á meðal brosmildu sænsku systurnar þrjár
Ingrid, Susanna og Maria sem voru ekkert smá fyndnar!!!
Svo eftir allt þetta tekur the real life við aftur og það eru próf og próject og nóg af þeim. Lokaprófið á morgun og núna ætla ég að fara lesa!!
Tékkiði á restinni af myndunum á
www.pbase.com/megaplex
luv n peace