laugardagur, september 18, 2004

Jæja kæru vinir og kunningjar,
þetta er væntanlega síðasta póstið frá mér. Ég flyt út á morgun og verð þá tölvulaus.
Í gær vorum við að taka upp sönginn fyrir 4 nýju lögin, þar á meðal project lagið mitt. En Nick söngvarinn var með kvef og gat ekki sungið almennilega. Þannig að við þurftum að fresta sessioninu þangað til á mánudaginn. Þetta þýðir það bara að þetta á eftir að taka lengri tíma fyrir mig. Svo er það studio design verkefnið sem ég er nýbyrjaður að vinna við, gefa því aðeins meiri tíma.
Ég reikna með að vera kominn heim einhverntímann eftir næstu viku..

luv & peace

sunnudagur, september 12, 2004

Ég og Rik skelltum okkur í bíó í gærkvöldi. Við sáum "Super size me", heimildmynd sem segir frá manni, Morgan Spurlock, sem borðar einungis McDonalds fæðu í 30 daga. Hurru, hann er næstum því dauður eftir 3 vikur kallinn, læknirinn segir honum að hætta þessari vitleysu og snúa sér aftur að hollari fæðu, en hann hunsaði bara og hélt út mánuðinn. Allskonar staðreindir sem fá mann til að hugsa hvað maður er virkilega að setja ofaní sig á hinum og þessum skindibita stöðum. Ég hætti að éta á McDonalds fyrir hálfu ári og þessi mynd undirstrikaði boycottið mitt gagnvart MacíDí.
Ég mæli eindregið með því að sjá þessa heildamynd.

Leigusamningurinn minn rennur út næsta sunnudag!!! Það fer að styttast í að ég komi heim

luv & peace

fimmtudagur, september 09, 2004

Fullt af nyjum myndum a myndasíðunni. Myndir frá Ælu & Tokyo Megaplex á Grandrokk teknar af Jo Harrison og svo fleiri myndir frá henni frá því hún kom til Íslands. Tjekk it

www.pbase.com/megaplex

Það styttist í að ég komi heim, svona tvær þrjár vikur!!!! spælldu íðí

luv & peace

þriðjudagur, september 07, 2004

Góðann og blissaðann,

fínt að frétta af mér. En hvað er að frétta af þér?
Eftir nokkra daga af revision var komið að því, lokaprófið!! Mér gekk bara svona sæmilega vel. Nýbúinn að skila inn 32 rása prójectinu, var að klára Computer music projectið og svo tók ég Critical Listening prófið um daginn. Þetta er svona svakalega steikt að ég verð að segja ykkur hvað í þessu fellst. Sko, okkur er úhlutað lag, í þessu tilviki eitthvað Smashing Pumpkins lag (eitthvað af electroniscu plötunni þeirra). Og það sem við verðum að gera á 3 klukkutímum er að greina hvert einasta hljóð sem heyrist í laginu og steita hvar það kemur við, er vókallinn ein tekinn, tvítekinn eða þrítekinn? telja hversu margir bars eru í laginu og þar af leiðandi finna hversu margir taktar eru í laginu, eða BPM (beats per minute). Það er gert þannig að eftir að madur finnur fjölda barsana, margfaldar maður þeim með 4 og deilir svo með lend lagsins (í sekúndum) og margfaldar svo útkomuna með 60, Bingo, beats per minute. Svo þarf maður að setja niður á blað útsetninguna eins og hún leggur sig: intro (4 bars), pre verse (4 bars), verse (16 bars), Chorus (16 bars), bridge (2 bars) and so on and so on!!!
Jebb smá innsýn inn í Audio Engineer geek lífið mitt. Ég fékk ekkert svakalega skemmtilega einkunn en samt ásættanlega, 73%.

En við drengirnir, og ein stelpa sem gafst upp eftir mánuð, ákváðum að halda upp á lok skólans heima hjá okkur á 22 Santiago Road. Það var dræm mæting en fjörið vantaði ekki. Prashant mætti með CD decksið sitt og hver einasti DJaðist eitthvað um kvöldið. Og það var meira að segja hægt að scratcha geisladiskana!!! helduru að það sééé
Jared braut egg á hausnum á sér, Prashant varð alveg svakalega fullur og gítarleikarinn í The Fall var í húsinu mínu!!!! Kannist þið við þessa hljómsveit. Ég hef heyrt þetta nafn áður en aldrei vitað neitt um músíkina. Þetta er víst eitthvað "legendary" pönk band. Þeir eru meira að segja að koma til Íslands í nóvember og Ben, gaurinn, lét mig fá e mailið sitt og sagði mér að senda sér línu áður en þeir koma og hann myndi setja mig ásamt vinum á gestalistann!!!! Ótrúlegt!!!!
Tékkiði á myndunum á http://www.pbase.com/megaplex/ssr_party

Ég fór á alveg klæjikkkkkaða tónleika í gær. The Mooney Suzuki. Þeir voru alveg meeeggggjaðir, ætli ég hafi ekki tekið á heila filmu!! Helduru að það sé. Þeir spiluðu samt ekki uppáhalds lagið mitt, I say I love you, þótt ég hafi gargað það oft og mörgum sinnum á milli laga. Þeir sögðu samt fyrigefðu við mig eftir á og sögðu mér að koma til Birmingham og heyra það þar en ég sagði þeim bara að koma til Íslands og taka það þar!!! En þeir spiluðu And Begin sem er alveg geggjað!!! Hafþór, þú ættir að vita hverjir þeir eru, mannstu teipið sem ég gerði fyrir þig, their on there!!
Ég ætla pósta myndirnar á morgun einhvern tímann, so beware.......

Jæja, ég ætla að fara slípa. Guten abend

luv & pis


miðvikudagur, september 01, 2004

Ah yeahhh,

ég er kominn heim eftir mjög vel heppnaða helgi!!! Þetta var alveg frábært, og líka mjög gaman að vinna á barnum. Ég var soldið kvíðinn fyrir það en þetta var bara hrein skemmtun. Frábært fólk í kring um mann og góða skapið og hamingjan skein úr öllum áttum.
Ég sá ekki næstum því allt sem mig langaði að sjá, en mest af því sem ég sá var alveg geggjað.

Highlights:

The International Noise Conspiracy

-náði reyndar bara síðustu 4 lögunum, en þessir Svíar vissu sko alveg hvað þeir voru að gera. Ekki var bara músíkin frábær heldur sviðsframkoman eins og ég hef aldrei séð hana. Á síðasta laginu fór söngvarinn af sviðinu og byrjaði að klifra upp á áhorfendurna. Svo þegar hann var kominn upp, s.s stóð á fólkinu og fólkið hélt undir fæturnar hans, kláraði hann lagið!! Ég tók mynd af viðburðinum en það er algjört svekkjelsi, það sést ekkert í söngvarann!!! Hér er allavega MYNDIN.

Franz Ferdinand

-Hólý makkaróní. Þessir skotar eru ekkert smá góðir. Ég sast upp á hausinn í Jared og söng hástöfum með. Ég náði fullt af góðum myndum en einhverra hluta vegna endaði Ash, einn af gaurunum með myndavélina mína og ég með hans!! Þannig að ég fékk allar drullu lélegu myndirnar hans. Allavega hér er ein og hér er önnur.

Modest Mouse

-Það byrjaði ekki nógu vel. Einhver sound malfunction. Þannig að þeir byrjuðu ekki að spila fyrr en eftir að 15 mínútur voru liðnar af settinu. Spiluðu bara 5 lög. Fyrstu þrjú voru af nýju plötunni sem ég er ekkert búinn að heyra í nema Float on. Svo spiluðu þeir do the cockroach (meggggjað) svo enduðu þeir settið á Float on, frábært lag.

The Roots

-Alveg frábært sett hjá þeim. Gítarleikarinn ótrúlegur. Hann var að taka svona likk og syngja með, bíjútífull.

1/2 Rahzel & Mike Patton og 1/2 Supergrass

Rahzel og mike voru svakalegir. Ótrúlegt hvað er hægt að gera bara með röddinni (talandi um röddina, keypti mér Medúlla í gær, hólý sjittttt hvað þetta er flott. Björk fékk einmitt Rahzel og Pattoninn til liðs við sér í nokkrum af lögunum. Öll lögin á plötunni gerð með röddum, nema lag 11 sem inniheldur píanó). Já það var soldið fúllt að R&M og Supergrass voru ad spila á sama tíma en ég skipti þessu bara niður og sá seinni helminginn af Supergrass. Og rétt í því þegar ég labbaði inn í tjaldið byrjuðu þeir á uppáhalds laginu mínu, Moving!!! Ég gjörsamlega flippaði og söng hástöfum og eftir settið átti ég enga rödd eftir.

Svo sá ég 2 lög með Super Furry Animals og 10 mínútur af settinu með 2 many Dj's. Ég var lebbna akkúrat að vinna á þeim tíma og tók 20 mínútna pásuna mína þá. Morrissey, New york dolls (you know its right if it makes you feel good!!!), dogs die in hot cars, dj format, the darkness
Svo sá ég dáleiðingu á sviði og það var alveg svakalegt!!! Magni ég náði ekki að sjá Dillinger því ég var að vinna og Sveinn, Deus mættu síðan ekkert!!

Ég kynntist fullt af yndislegu fólki um helgina, þar á meðal brosmildu sænsku systurnar þrjár Ingrid, Susanna og Maria sem voru ekkert smá fyndnar!!!

Svo eftir allt þetta tekur the real life við aftur og það eru próf og próject og nóg af þeim. Lokaprófið á morgun og núna ætla ég að fara lesa!!

Tékkiði á restinni af myndunum á www.pbase.com/megaplex

luv n peace


Ah yeahhh,

ég er kominn heim eftir mjög vel heppnaða helgi!!! Þetta var alveg frábært, og líka mjög gaman að vinna á barnum. Ég var soldið kvíðinn fyrir það en þetta var bara hrein skemmtun. Frábært fólk í kring um mann og góða skapið og hamingjan skein úr öllum áttum.
Ég sá ekki næstum því allt sem mig langaði að sjá, en mest af því sem ég sá var alveg geggjað.

Highlights:

The International Noise Conspiracy

-náði reyndar bara síðustu 4 lögunum, en þessir Svíar vissu sko alveg hvað þeir voru að gera. Ekki var bara músíkin frábær heldur sviðsframkoman eins og ég hef aldrei séð hana. Á síðasta laginu fór söngvarinn af sviðinu og byrjaði að klifra upp á áhorfendurna. Svo þegar hann var kominn upp, s.s stóð á fólkinu og fólkið hélt undir fæturnar hans, kláraði hann lagið!! Ég tók mynd af viðburðinum en það er algjört svekkjelsi, það sést ekkert í söngvarann!!! Hér er allavega MYNDIN.

Franz Ferdinand

-Hólý makkaróní. Þessir skotar eru ekkert smá góðir. Ég sast upp á hausinn í Jared og söng hástöfum með. Ég náði fullt af góðum myndum en einhverra hluta vegna endaði Ash, einn af gaurunum með myndavélina mína og ég með hans!! Þannig að ég fékk allar drullu lélegu myndirnar hans. Allavega hér er ein og hér er önnur.

Modest Mouse

-Það byrjaði ekki nógu vel. Einhver sound malfunction. Þannig að þeir byrjuðu ekki að spila fyrr en eftir að 15 mínútur voru liðnar af settinu. Spiluðu bara 5 lög. Fyrstu þrjú voru af nýju plötunni sem ég er ekkert búinn að heyra í nema Float on. Svo spiluðu þeir do the cockroach (meggggjað) svo enduðu þeir settið á Float on, frábært lag.

The Roots

-Alveg frábært sett hjá þeim. Gítarleikarinn ótrúlegur. Hann var að taka svona likk og syngja með, bíjútífull.

1/2 Rahzel & Mike Patton og 1/2 Supergrass

Rahzel og mike voru svakalegir. Ótrúlegt hvað er hægt að gera bara með röddinni (talandi um röddina, keypti mér Medúlla í gær, hólý sjittttt hvað þetta er flott. Björk fékk einmitt Rahzel og Pattoninn til liðs við sér í nokkrum af lögunum. Öll lögin á plötunni gerð með röddum, nema lag 11 sem inniheldur píanó). Já það var soldið fúllt að R&M og Supergrass voru ad spila á sama tíma en ég skipti þessu bara niður og sá seinni helminginn af Supergrass. Og rétt í því þegar ég labbaði inn í tjaldið byrjuðu þeir á uppáhalds laginu mínu, Moving!!! Ég gjörsamlega flippaði og söng hástöfum og eftir settið átti ég enga rödd eftir.

Svo sá ég 2 lög með Super Furry Animals og 10 mínútur af settinu með 2 many Dj's. Ég var lebbna akkúrat að vinna á þeim tíma og tók 20 mínútna pásuna mína þá. Morrissey, New york dolls (you know its right if it makes you feel good!!!), dogs die in hot cars, dj format, the darkness
Svo sá ég dáleiðingu á sviði og það var alveg svakalegt!!! Magni ég náði ekki að sjá Dillinger því ég var að vinna og Sveinn, Deus mættu síðan ekkert!!

Ég kynntist fullt af yndislegu fólki um helgina, þar á meðal brosmildu sænsku systurnar þrjár Ingrid, Susanna og Maria sem voru ekkert smá fyndnar!!!

Svo eftir allt þetta tekur the real life við aftur og það eru próf og próject og nóg af þeim. Lokaprófið á morgun og núna ætla ég að fara lesa!!

Tékkiði á restinni af myndunum á www.pbase.com/megaplex

luv n peace