laugardagur, nóvember 29, 2003

Vááááá, hvað ég er búinn að skrifa mikið. Ég hef ekki skrifað svona mikið síðan ég skrifaði ritgerð '99 í iðnskólanum. Vonandi er þetta ekki hundleiðinlegt, elska ykkur og sé ykkur seinna!!!
Til hamingju með ammælið Ingimar!!!! Þú rokkar!!!!!!!!!!!!!!

(skrifað fyrir 2 dögum)

Halló skralló!!!

Það eru undarlegir atburðir búnir að eiga sér stað hér á Conyngham road númer 80.........

Fyrir rúmum tveim mánuðum var ég staddur í eldhúsinu að útbúa mér samloku með þremur saussedjum, steiktu eggi og "brown sauce", ógeðslega gott!! Jebb mamma þú mátt vera hreikin af littla drengnum þínum, núna kann hann að gera meira í eldhúsinu en að hita pitsu, rista brauð og vaska illa upp. Bingó
Allavega, þar var ég í þvílíkum cook fíling þegar ég heyri skyndilega svaka skell úr herberginu hennar Jo sem er við hliðina á eldhúsinu. Svo öskur eftir skellinn.
Ég hleyp inn til hennar og sé hana á miðju gólfinu með hendurnar yfir smettið.

"What the fugg happened Jo???"

Það sem gerðist var að annar hátalarinn hennar sem er uppá hillu cirka 10-15 cm. frá brúninni, ákvað að skella sér á gólfið. Jo sagðist hafa séð hann færast út af hillunni.
Stuttu síðar var Rik að horfa á tellýið og textavarpið birtist á skjáinn þótt fjarstýringinn var ósnert á borðinu.
Í fyrradag var ég enn og aftur að búa til samloku með saussedjum og steiktu eggi en brúna sósan mín sem var á miðju eldhúsborðinu 20 mínútum fyrir var bara ekkert lengur þar!!??? Ég leytaði út um allt!! Spurði alla í húsinu án árangurs (á meðan maturinn kólnaði). Þetta endaði með því að ég neyddist til að nota chilli sósu sem reyndist vera ógeðslega vond. Djöfull var ég pisst off, samlokurnar mínar skipta mig miklu máli, hei það tekur mig 30 mínútur að fremja verkið.

Um kveldið fórum ég og Steve á geggjaða tónleika með meggjaðri hljómsveit sem heitir "A Million Dead" (ef þið fílið At the Drive in og tvö afsprengi þeirra tékkiði á million dead) (hei já, ég fór á tónleika með Marz Volta um daginn, elska bandið en sándið var ömurlegt, fór til Stoke með Sophie á tónleika á stað sem heitir The Talbot, loksins kynntist ég gaurunum í Princess Headbut geggjaðir, djöfull var það fyndið þeir vissu allir hver ég var og áttu allir diskinn minn!!!! og voru að fíla hann í tætlur!!!! jibbííí) Allavega Íslensku drengirnir í Mínus voru support bandið. Þeir stóðu sig ágætlega en Krummi í kúreka múnderingunni var ekki alveg að digga þetta. Hann söng eins og hann nennti ekki að vera þarna!! Ég hitti þá eftir giggið og þeir gáfu mér fullt af plaggötum og límmiðum. Þeir mundu eftir mér frá gigginu í FS þegar ég og Halli rokkuðum feitt og Halli slóg mig með bassanum og flaug á hausinn hehehehehehehehe Djöfull var það fyndið!!! Eða var það svoleis? Var það kannski ekki giggið Halli?
Við buðum þeim með okkur á djammið en þeir vildu bara fara upp á hótel að sofa, búnir að spila á hverju kvöldi í 2 vikur!!! Hei já Ragnheiður, Bjarni biður að heilsa þér (lifi irkið) hehe.
Ég og Steve fórum á 5th Avenue og hittum restina af pakkinu og drukkum JD í kók fyrir 70 pence, hmmm 100 kall BINGO... Guð blessi verðlagið á 5th Av (samt ömurlegur staður)
Hurru svo förum við öll heim eftir lokun og ég og Jo inní eldhús að hita spaghetti með bræddum osti (Namm)
Viti menn...............................Brúna sósan á miðju borðinu!!!!! Ég sast niður og byrjaði að tala út í loftið:

"Hei man or woman. I know youre there. I know you used to live here when you were alive. You know I cant see you but Im pretty sure you can hear me. Sorry man, it doesnt feel right to call you You all the time. Is it all right I call you Harold? Cheers mate. Well Harold, the reason youve done all these little pranks is probably because your lonely and you crave for attention. I can understand that. We can be friends man. I mean, we live under the same roof. I'll talk to you whenever i remember and if you want to talk just give me a sign."

Þetta var einhvernveginn svona. ég man voða lítið eftir þessu því ég var soldið fullur. Jo sagði mér að ég hafi babblað í hálftíma!!

Hurru, í dag er Dave inni í herberginu sínu að skipta um föt. Hann hugsar með sér: "Hmmm, Im gonna put some music on" spooký súkí, áður en hann gerði tilraun til að ýta á play fór allt í gang !
Hann kemur inn til mín og segir mér frá þessu og skyndilega heyrum við "Bíbb, bíbb, bíbb....." Ég kannaðist ekkert við þetta bíbb. Hmm, hljóðið kemur úr skúffunni minni??? What. Ég finn réttu skúffuna og tek poka úr og ofan í pokanum finn ég vekjaraklukkuna sem mamma gaf mér í febrúar áður en ég flutti út. 'Eg notaði hana fyrstu tvær vikurnar þegar ég bjó í Student villaginu áður en hún bilaði og endaði ofan í poka!!!
Jebb, ég tók hana úr pokanum og bíbbið var enþá. En vísirnir stóðu kyrrir eins og hún hefur verið í 9 mánuði.

"Hmmm, Harold is that you?? How are you dude? I've had a strange day myself. I dont know whats going on in my mouth. It hurts like hell!! I had a Scottish kipper on toast the other day. It was really good. But a bit of kipper stuck between two of my teeth and I didnt realize until it was to late. My gums had swollen up and I immidiately thoght I was allergic to the bloody kippers. And now today I think one of my wisdom teeth is telling me it has to be ripped out. Yeah, its a bitch. Oh man, imagine if it turns out that the dentist is gonna rip out; Im not gonna be able to eat my mamas lovely christmas dinner. Oh nooo. Ahh, I know what I'll do. I'll take 3 ibufen tablets about 5 oclock and that will get me eating. I better not eat as much as last christmas when I ended on the living room floor in pain and agony beacause of over eating, hehe. Hey Harold, your more than welcome to pop around during the christmas. You could meet my family!! I guess youve allready met my mum and dad cuz theyve been here. But you havnt met my sister Kamilla, my brother Lalli and his lovely wife Amal and their newborn son Ingibergur Kareem Lárusson. Hey I havnt even seen him!!! Quality people"

Eftir smá tíma eftir að tala út í loftið hugsaði ég með sjálfum mér.

"Er ég orðinn geðveikur?? hehe. Neii, ég get ekki verið geðveikur því þá væri ég ekki að spyrja sjálfan mig þessa spurningu. Hehe, ég hugsa bara allt of mikið."

Svo fór ég bara niður og horfði á fréttir :)

Ég og Jarred Hendrix (geggjað nafn hann er frá Alska (ekta kani) og við erum saman í bekk. Eftir þriðjudags fyrirlesturinn skelltum við okkur á open mic night á stað sem heitir The Thirsty Scholar. Þetta reyndist ekkert vera open mic. Þetta var allt planað. Allavega, Jarred þekkir gaurinn sem sér um þetta, Tony heitir hann. Hurru, Jarred segir við hann að mér langi ýkt að spila þarna. Hann segir frábært, set þig á næsta þriðjudag. MAGNAÐ! Mér hlakkar ýkt til. Ég ætla að spila: Picture lagið, blús með Nothing else matters textanum, Hot stuff, Amazing Dave, We are the men from Tokyo megaplex og svo Kinn.
Það voru fjögur bönd að spila, lítið varið í þær. En það var DJ sem spilaði á milli og hann var ýkt góður. Þegar síðasta bandið kláraði átti DJinn sviðið. Hurru, það var banastuð!! Allllir dönsuðu. Jarred flippaði!!! Áður en ég vissi var ég dansandi upp á stól!!!! Fokk, hvað var ég að spááá, ég dansa aldrei!!!
Svo lokaði staðurinn og ég endaði fyrir utan að spjalla við Hannah sem ætlar að syngja með mér á næstunni. Ég áttaði mig á því að Jarred var ekkert lengur þarna, horfinn! Svo stekk ég upp í rútu og fer beinustu leið upp á aðra hæð og sest niður. Ég og munnræpan mín kom mér í svaka umræðu um Goth staði við þessar tvær goth gellur. Gleymdi mér aðeins og ákvað að kíkja út um gluggann og sjá hvar ég var staddur. Vitlaus rúta!!
Fokk, ég vissi ekkert hvar ég var. Sagði bæ og stökk út. Ég snéri mér í hringi, vissi ekki hvaða átt skildi fara. Svo mæti ég einhverjum Svía sem heitir Cesar. Hann vissi alveg hvert ég átti að fara og vísaði mér veginn. Kom heill á húfi heim.


Mamma, nenniru að prenta út fyrir Hafþór. Cheers darling.

Peace (13 dagar!!!)

laugardagur, nóvember 15, 2003

Eg og Steve erum i 16 rasa studioinu nuna ad taka upp drum n bass lag. Eg er buinn ad tromma mig sveittann og Steve er buinn ad rappa sig i taetlur. Lagid heitir You gonna dig dizz....... Vid erum nu meiri favitarnir!!!!
Eg er ekki enn byrjadur ad vinna i thessum tonleika malum. Aetli eg geri ekki eins og alltaf. Byrja tvemur dogum fyrir....
Nuna veit eg ekki hvad er ad gerast med hana Sophie. Hun er buinn ad gera svona flyera med mynd af mer og sma umskrift, dreyfir theim ut um allt. Hvernig musik eg geri og svona. Svo a botninum er e mailid hennar og hinn sem faer flyerinn getur sent henni e mail og keypt diskinn minn. Svo er diskurinn kominn a solu i plotu bud i Leeds!!!!! Bloddy marv....
Eg og Steve erum ad fara taka upp felaga okkar i hljomsveit sem heitir Lisa Brown fyrir jol. Eg er buinn ad sja tha tvisvar nuna. Mjog godir, greinilega undir ahrifum fra Sigurros. Their eru taldnir vera besta bandid i Manchester i dag!!! Fuggin ell... og eg er ad fara taka tha upp. Eg er ad segja ykkur thad ad their verda fraegir.
Eg er buinn ad setja graejurnar minar upp i herberginu hans Schmians heima og keyri thaer i gegn um tolvuna hans. Tok upp eitt lag i fyrradag nokkud gott. Full Throttle gamalt Pjugott lag.... I gaer voru tolvu seniar ad laga tolvuna mina og i dag kemur i ljos ef allt virkar. Fingers crossed.

Eg for a svo frabaera tonleika um daginn a stad sem heitir Mambo center. Svona ekta underground stadur, thad var ekki einu sinni bar tharna!!! Madur kemur bara med sitt. Eg og Sophie keyptum okkur kassa af odyra franska bjornum. Og holy sjitttttt, thad var hljomsveit ad spila sem heitir "The Wow". Eitt thad besta sem eg hef sed i langann tima, trommarinn var otrulegur. Eftir giggid kynnti Sophie mer fyrir theim (Sophie thekkir alla!!!). Hurru vid vorum ad fila hvor adra svona svakalega ad their aetla ad koma til Islands og halda tonleika sem eg aetla ad setja upp og svo taka upp plotu i Lubba. Aldrei ad vita hvad gerist......

Jebb, eg er haettur vid ad heatta ad reykja. Thetta er alltof gott!!!!!

Jaeja thad er komid ad mer ad rappa. hehe, eg aetla ad rappa a islensku!!

Eg er buinn ad akveda ad koma heim 12. des!!!! Missi af sidustu vikunni i skolanum en thad er allt i lagi. Eg fae bara gognin fyrirfram og fer yfir thad i flugvelinni. Jibbiii, Im coming home baby!

Peace

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Diddiridúú!
Ég og Dave ætlum að hætta saman að reykja!!!!!! á morgun. Sá sem fellur fyrst þarf að splæsa fulla máltíð fyrir hinn á hvaða veitingastað sem er. úhhhhh........
Jæja það styttist í að ég fari að spila á tónleikum hér í manchester!! Þetta verður á stað sem heitir Cord Bar á Tib Street. Ohh, mér hlakkar þvílíkt til, en mér kvíður líka fyrir því.............. vegna þess að ég er ekki enn byrjaður æfa mig. Ég hef eiginlega ekkert spilað af viti í svona 2 mánuði. En ég ætla að demba mér í þetta á morgun eftir skóla.
Ég fór í bíó í kvöld á Texas Cheinsaw Masacre remeikið. Sko, það þarf snæjilling til að taka þetta verk á hendur sínar; að toppa hinu upprunalegu verður erfitt. Og núna í kvöld varidda bara eins og hver ein önnur hollywood þvælan leikstýrt af ungling.... En samt ágætis viðbjóður. En sjitt hvað ég var skíthræddur þegar ég sá gömlu. Ég meina það ég var labbandi upp stigann eftir myndina haldandi að einhver væri að elta mig, ef þið kannist við þá tilfinningu!!!!
Ég og Steve einmitt gerðum lag saman og höfðum sömpl úr Texas chainsaw Masacre og Natural born killers sem skólaverkefni. Við fengum 98% fyrir það!!!!
Váá ég ver að farasova....

pís