-Skrifað á flugvellinum í Kaupmannahöfn-
Þetta er búinn að vera meiri dagurinn!!! Núna á þessu augnabliki sit ég í reykhorninu á flugvellinum í Copen að bíða eftir að Kamilla komi að sækja mig. Þetta átti ekki að fara svona. Neiii, heldur betur ekki.
Ég átti að lenda hérna, kaupa Marlboro menthol lights, eina flösku af Martini Bianco og svo átti ég að skoppa inn í lest og hoppa út á Nörreport. Jebb, ég segi "ég átti". Þetta voru móðurlegar leiðbeiningar frá henni mömmu númer tvö.
En núna sit ég hérna með 10 íslenskar krónur og aðeins tvær danskar í vasanum. Og eina flösku af Martini Bianco en engar rettur. Ég fann lebbna 5 pund í vasanum og eyddi þeim í bús! Ég hefði nú að minnsta kosti komið feita rassgatinu mínu til Nörreport. En nei nei.... bús!!
Planið mitt var að gera allt það sem Kamilla lagði fyrir mig, en ég var búinn að plumma einum lið á undan öllum kaupunum. Og það var að finna hraðbanka og taka út allann þann peníng sem eftir er af júní láninu, s.s 5000 íslenskar. En nei nei, "ég dróg einn Inga" eða eins og segir í Oxford orðabókinni: "To pull an Ingi: Trying to do and think without the brain plugged in."
Þannig er mál með vexti HSBC bankakortið mitt virkar aðeins í Englandi. Ég var greinilega að draga einn Inga þegar John Cannon, bankamaðurinn, reddaði mér kortinu. (ég man hvað HANN heitir, er eitthvað að????)
En á flugvellinum í Manchester var einhver dama sem byrjaði að snakka við mig. Hurru, það sem hún sagði fékk Inga sellurnar til að hoppa og skoppa af áhuga. Hún byrjaði á því að segja mér að ef ég fillti út þetta form fengi ég frítt flug með Ryan Air hvert sem er í Evrópu!!! Ég hikaði ekki (þótt ég var orð'inn soldið seinn í vélina). Þetta var einhversskonar Visa samningur og hurru, gaf hún mér ekki frítt pennasett í lokin. Haldiði að það sé!!
En er ég sat einn og yfirgefinn í sama reykhorninu og ég sit í núna, fékk ég afbragðs hugmynd. Selja pennana!! Reyndar bara fyrir 22 danskar, svo að ég kæmist með lestinni. En nei nei, enginn vildi þessa ómerktu plastpenna. Mission failed.
Abbababb, hvað er ég búinn að finna í vasanum!! Heilt pund og 50 pence! Á þessari stundu lá leið mín í Exchange búlluna. Ég spurði dömuna hvört hún tæki við bresku klinki.
Neibb, segir hún.
Oh nó, þvílíkt vonleysi!!
But are you interested in these fine ink pens?? You can own them for only 22 kroners!! Hurru, gellan hlóg beint í smettið á mér. En svo spjölluðum við aðeins og ég sagði henni hvernig málin stæðu. Fleiri starfsmenn bættust í hópinn og þau voru öll gjörsamlega flabergasted. Úngur drengur á ferð og flugi sem vissi ekki einu sinni klukkan hvað hann lenti, átti engann peníng og að reyna selja tvo ljóta penna!!
En þau vorkenndu mér og buðu mér inn og ég fékk að hringja. Kamilla var í sjokki að sjálfsögðu og bauðst til að koma að sækja mig. En rétt í þessu fékk ég sms frá Millu sem sagði að Stjáni ætlaði að pikka mig upp. Sko drenginn! Hann á pennana skilið.
Peace
